Rúna Vala...hin eina sanna, enjoy...  

Gestabókin



Eldri blogg:





sendu mér póst
laugardagur, nóvember 13, 2004

Skamdegisþunglyndi

Ég er ekki þunglynd manneskja. Flestir myndu reyndar vera sammála um að ég sé frekar glaðlynd manneskja svona að öllu jöfnu. En í dag helltist yfir mig þetta líka hrottalega þunglyndi. Ég hef grun um að helsti áhrifsþátturinn sé hvað ég svaf lengi. Gústi þurfti að vakna um tíu og þá hafði ég verið í hóstakasti í svona hálftíma. Þegar hann fór breiddi ég úr mér í rúminu og fann mér þessa líka þægilegu stöðu, svo að ég svaf til eitt! Þegar ég fór á fætur klæddi ég mig ekki heldur fór bara í náttbuxur og fór niður og fékk mér að snæða. Þvínæst horfði ég á Silence of the lambs með dönskum texta. Eftir það fór ég yfir nokkur atriði í hljómfræðinni og prjónaði svolítið. Þá uppgötvaði ég að ég hafði EKKERT gert í dag og það helltist yfir mig þetta líka rosalega þunglyndi. Ég ákvað að láta það ekki gleypa mig og tók með mér hljómfræðina og geislaspilarann niður á Ömmukaffi um fimmleytið. Á leiðinni fannst mér strætó hristast þessi líka ósköp og hann fór allt of hratt. Mér fannst einhvern vegin eins og allt í kring um mig væri eitthvað ókunnugt og... ég kann ekki að lýsa þessu, en þetta var skrýtin tilfinning. Þegar ég steig út úr vagninum var ég þung á mér og einhvernvegin lak á Ömmukaffi. Þar settist ég niður og pantaði kaffi og kleinu og stuttu seinna komu Gústi og Gummi. Og þegar ég hringdi í systur hans sem hafði beðið mig um að syngja í skírn sonar síns til að láta hana vita að ég gæti það ekki vegna kvefs fór ég að háskæla. Ég gat varla klárað samtalið. En núna líður mér betur, ég veit ekki hvað kom yfir mig. Smá stress út af söngnum og hljómfræðiprófinu á mánudaginn kemur, smá of mikill svefn og smá svengd. En nú hef ég smá hugmynd um hvernig þunglyndisþjúklingum líður ALLTAF (já eða allavega oft).


skrifað af Runa Vala kl: 22:11

Comments: Skrifa ummæli
© Sigrún Vala